Mikilvægi menntunar í fiskeldi

Klukkan 14:25 í Gullteig

Hólmfríður Sveinsdóttir, Háskólinn að Hólum

Fiskeldi er sú atvinnugrein á Íslandi sem spáð er hvað mestum vexti í útflutningsverðmætum í náinni framtíð. Gert er ráð fyrir tvöföldun í framleiðslumagni í íslensku fiskeldi á næstu fimm árum miðað við núverandi leyfisstöðu sem þýðir að árleg framleiðsla mun fara yfir 100 þúsund tonn árið 2026. Til að fylgja eftir þessum mikila vexti og byggja hér upp umhverfislega, samfélagslega og efnahagslega sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar er mikilvægt að byggja samhliða upp öfluga rannsókna- og kennslustarfsemi. Við Háskólann á Hólum hafa verið stundaðar rannsóknir á sviði fiskeldi í áratugi og er Háskólinn á Hólum eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í fiskeldi á háskólastigi. Í erindinu verður farið yfir mikilvægi menntunar og rannsókna við uppbyggingu fiskeldis til framtíðar á Íslandi. Rædd verða tækifæri og áskoranir sem vöxtur í fiskeldi mun hafa í för með sér og sagt frá þeim áformum sem Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er með til að efla nám og rannsóknir á sviði fiskeldis.