klukkan 14:10 í Gullteig
Sigurður Jökull Ólafsson, MSc
Til að varpa ljósi á hvernig laxeldisgreininni í sjó geti best háttað starfsemi sinni til langframa, ákvað undirritaður að miða meistararannsókn sína við Háskóla Íslands, að því að greina hvaða tækifæri fælust í virðiskeðju íslensks sjóeldislax. Ítarleg markaðsgreining var framkvæmd, þar sem nær – og fjærumhverfi laxeldisfyrirtækja var skoðað með hliðsjón af virðiskeðjunni. Á þann hátt mátti greina tækifæri sem geta stuðlað að samkeppnisforskoti en einnig áskoranir sem þeim fylgja.