Um gerð strandsvæðaskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum

Klukkan 13:20 – Gullteigur

Ester Anna Ármansdóttir, sérfræðingur í skipulagi haf- og strandsvæða, Skipulagsstofnun

Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðarmarka sveitarfélaga þar sem sett er fram stefna og ákvarðanir um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Unnið er að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði og Vestfirði. Svæðisráð skipað fulltrúum ríkis og sveitarfélaga bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags, en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess í umboði svæðisráða. Í erindinu verður fjallað um yfirstandandi vinnu við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum.