Klukkan 13:35 – Gullteigur
Aðalsteinn Óskarsson, sviðstjóri strandsvæðiskipulags Vestfjarðastofa
Sveitarfélögin eru málsvari nærsamfélagsins og gera kröfu um að koma að ákvörðunum um verndun og eða sjálfbæra nýtingu auðlinda,. Aðalskipulag sveitarfélaga er tæki sveitarfélaga til að setja framtíðarsýn og stefnumörkun í þessum efnum. Líkt og á landi eru auðlindir strandsvæðisins takmarkaðar og krafa sveitarfélaga er að nær-samfélagið njóti þeirra gæða. Sveitarfélögin munu við vinnu að strandsvæðaskipulagi hafa þá kröfu að leiðarljósi gagnvart ríki og hagsmunaaðilum sem kallaðir eru til við gerð skipulagsins.