Leyfisveitingar til sjókvíaeldis

Elvar Traustason

Klukkan 13:20-14:50 – Gullteigur Umsjónarmaður málstofu : Elvar TraustasonMálstofustjóri: Kristín Hálfdánsdóttir Umsóknir og leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi er mörgum leikmanninum óskiljanleg. Málstofunni er ætlað að útskýra feril umsókna og hvernig leyfisveitingar eru framkvæmdar í dag og hver er framtíðarsýn í þeim málum. Hvernig er staðið að strandveiðiskipulagi sem grundvöllur fyrir staðarvali fyrir sjókvíaeldi. Hver er aðkoma […]

Leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi viðhorf fulltrúa sveitarfélags

Klukkan 14:20 – Gullteigur Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð Leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi er grunnurinn að uppbyggingu á fiskeldi. Fjallað verður um aðkomu sveitarfélaga að leyfisveitingum í fiskeldi og áhrif þess fyrir sveitarfélag þegar leyfi fyrir sjókvíaeldi eru t.d. felld úr gildi. Viðhorf samfélags til fiskeldis og áhrif þess umhverfislega, félagslega og efnahagslega þar sem atvinnulíf hefur […]

Stjórnsýsla leyfisveitinga

Klukkan 13:50 – Gullteigur Jón Þrándur Stefánsson, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti (ARN) Í erindinu verður farið yfir þau helstu ákvæði sem gilda um leyfisveitingar í fiskeldi, þ.m.t. rætt um breytingar á lögum og reglum og hlutverk stofnana við framkvæmd og eftirlit. Að auki verður stuttlega rætt um þróun regluverksins og áskoranir sem því tengjast.

Strandsvæðaskipulag út frá sjónarhóli sveitarfélaga

Klukkan 13:35 – Gullteigur Aðalsteinn Óskarsson, sviðstjóri strandsvæðiskipulags Vestfjarðastofa Sveitarfélögin eru málsvari nærsamfélagsins og gera kröfu um að koma að ákvörðunum um verndun og eða sjálfbæra nýtingu auðlinda,. Aðalskipulag sveitarfélaga er tæki sveitarfélaga til að setja framtíðarsýn og stefnumörkun í þessum efnum. Líkt og á landi eru auðlindir strandsvæðisins takmarkaðar og krafa sveitarfélaga er að […]

Um gerð strandsvæðaskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum

Klukkan 13:20 – Gullteigur Ester Anna Ármansdóttir, sérfræðingur í skipulagi haf- og strandsvæða, Skipulagsstofnun Strandsvæðisskipulag er skipulagsáætlun fyrir afmarkað svæði á fjörðum og flóum utan staðarmarka sveitarfélaga þar sem sett er fram stefna og ákvarðanir um framtíðarnýtingu og vernd svæðisins. Unnið er að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði og Vestfirði. Svæðisráð skipað fulltrúum ríkis og sveitarfélaga […]