Örplast í skeldýrum

Klukkan 15:30 – Hvammur

Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Árin 2018 og 2019 fóru fram athuganir Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á örplasti (< 5mm) í kræklingi og beitukóngi við Suðvestur- og Vesturland. Kræklingi var safnað víða í fjörum, af flotbryggju í Sandgerðishöfn og af kræklingalínum við Vogastapa á Reykjanesi. Beitukóngur var veiddur í gildrur við Vatnsleysuströnd. Á bilinu 40-60% af kræklingum í fjöru og á flotbryggju höfðu örplast í vef, 3-13% línukræklings og 60% af beitukóngum. Örplastið reyndist aðallega þræðir.