Súrnun sjávar og skelrækt

Klukkan 15:45 – Hvammur

Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Hafrannsóknarstofnun: Haf og Vatn

Heimshöfin hafa tekið upp rúmlega fjórðung þess koldíoxíðs sem losað hefur verið í andrúmsloftið frá upphafi iðnbyltingar. Þessi upptaka leiðir til þess að sjórinn súrnar. Súrnunin er talin hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífríki sjávar, einkum fyrir lífverur sem mynda kalk. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður mælinga á súrnun sjávar við Ísland, náttúrlegar árstíðabreytingar á sýrustigi sjávarins, áhrif kalkmyndunar á karbónatkerfi sjávarins og nýjar rannsóknaniðurstöður á áhrifum súrnunar sjávar á lífríki.