Egill Ólafsson, Arctic Fish
Egill fjallar um þær miklu breytingar sem orðið hafa í laxeldi á þeim stutta tíma sem hann hefur starfað við Það á Vestfjörðum. Mikil fjárfesting í tæknibúnaði með aukinn sjálfvirkni við eldið. Laxeldið sjálft er aðeins hluti af framleiðsluferlinu, en mikilvægt og ræður mestu um verðmætasköpun laxeldis, og þar liggja mestar hættur á umhverfistjóni. Öryggi kvía og eftirlit með þeim, vottun á búnaði og þjálfun starfsfólks er lykil atriði við laxeldi. Til að ná markmiðum um verðmætasköpun þarf að huga að dýravelferð, umhverfismálum og ekki síst kunnáttu starfsmanna.