Klukkan 14:05 – Hvammur
Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður, Búlandstindur ehf
Í þessu erindi mun ég fjalla um hvernig gæðamat í laxaslátrun hjá Búlandstindi ehf. fer fram, hvað þarf að hafa í huga, sögulega þróun laxaslátrunar hjá fyrirtækinu, og fyrirhugaðar breytingar og þróun á laxaslátruninni næstu 3 árin. Þá kem ég aðeins inn á mína framtíðarsýn um framtíð laxeldisins og mikilvægi þess fyrir Ísland.