Framtíðarhorfur landeldis – Áskoranir og tækifæri

Klukkan 11:30 – Hvammur

Jón Heiðar Ríkharðsson, sérfræðingur – iðnaðarsviði Eflu verkfræðistofa

Er landeldi lausnin á lokuðum svæðum, svo sem við Faxaflóa, Húnaflóa eða Norðausturland? Áhætta og ávinningur í samanburði við sjókvíaeldi. Samnýting með öðrum iðnaði og orkuframleiðslu.

Leiðarljósið er hringrásarhagkerfi og sjálfbærni, þ.e.a.s. hliðarafurð eins nýtist sem hráefni fyrir annan.

Dæmi: Súrefni frá vetnisframleiðslu nýtist fiskinum og  glatvarmi frá vetnisframleiðslu nýtist til bestunar hitastigs við eldið. Álver framtíðar munu t.d. framleiða súrefni og glatvarma. Efnaríkt frárennsli getur nýst til raforku- og varmaframleiðslu og einnig sem fóður eða áburður