Mýtur og áhrif á umræðu um atvinnuuppbyggingu

Klukkan 15:00 – Gullteigur

Guðrún Anna Finnbogadóttir, Vestfjarðastofu

Við búum í flóknum heimi og þurfum að taka tillit til margra þátta til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað okkur finnst og hvert við eigum að stefna.  Umræðan um fiskeldi hefur verið mjög kröftug annarsvegar frá þeim sem eru á móti og hins vegar frá þeim sem eru hlynntir fiskeldi.  Upphrópanir hafa einkennt umræðuna og almenningur situr eftir og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.  Hver skyldi hinn gullni meðalvegur vera?