Ráðstefnan 2022

Ráðstefnan Lagarlíf verður haldin á Grand hótel Reykjavík, dagana 20 – 21 október. Að þessu sinni verður tónninn sleginn um fiskeldi, í sjó og á landi. Mikil uppbygging hefur verið í sjóeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum undanfarin ár, og enn meiri fjárfesting er fram undan. Í landeldi eru fyrirhugaðar gríðar miklar fjárfestingar i Ölfusi og á Reykjanesi.

Í tengslum við ráðstefnuna verður haldinn Norrænn vinnufundur (Nordic Salmon) 19 október um fullvinnslu á laxi þar sem allir eru velkomnir. Fundað verður í stjórnsýsluhúsinu í Þorlákshöfn.

Drög að dagskrá liggur fyrir á www.strandbunadur.is, bæði fyrir Lagarlíf og eins fyrir Nordic Salmon.

Skráning er hafin á heimasíðu.

Fimmtudagur 20 október

09:00 Móttaka og skráning

10:00 Gullteigur: Framtíð fiskeldis á Íslandi

13:00 Gullteigur: Exports and markets (English)

13:00 Hvammur: Þörungarækt og vinnsla

15:00 Gullteigur: Landeldi á Íslandi

15:00 Hvammur: Skelrækt

Föstudagur 21 október

09:00 Gullteigur: Sjóeldi á Íslandi

09:00 Hvammur: Value adding processing of farmed fish (English)

11:00 Gullteigur: Erindi frá sjóeldisfyrirtækjum

11:00 Hvammur: Erindi frá Landeldisfyrirtækjum

13:20 Gullteigur: Framtíðarhorfur fyrir eldi og ræktun á Íslandi

15:00 Ráðstefnulok