Hvers virði er orðspor? Samfélagslegt samstarf skapar tækifæri til framtíðar / How important is social license? Social collaboration creates opportunities for the future

Tuesday 30th of September in Silfurberg A & B at 11:05

Íris Róbertsdóttir, Mayor of Vestmannaeyjabær

Samstarf og samtal milli forsvarsfólks fyrirtækja, íbúa og sveitarfélga þar sem fyrirtækin starfa skiptir miklu máli þegar hugað er að ímynd og orðspori þegar ný fyrirtæki koma inn í samfélög. Það  skiptir máli hvernig unnið er í framhaldinu eftir að farið er að stað. Gott dæmi um þetta samstarf og  samtal er á milli  Laxeyar, Vestmannaeyjabæjar og íbúa.  Traustið sem er áunnið skiptir miklu máli, orðspor er allt.  Að gera það sem “sagt er” og að upplýsa samfélagið er lykilþáttur á vegferð verkefninsins . Að byggja orðspor upp til framtíðar er samvinnuverkefni ef vel á takast til. Eignarhaldið þarf að vera allra sem að koma að fyrirtækja, íbúa og stjórnvalda á hverjum stað.

Collaboration and dialogue between company leaders, residents and local communities where the companies operate is very important when considering image and reputation when new companies enter communities. It is important how the work continues after the project starts. A good example of this collaboration and dialogue is between Laxey, Vestmannaeyjar and residents. The trust that is earned is very important, reputation is everything. Doing what is “said” and informing the community is a key part of the project’s journey. Building a reputation for the future is a collaborative project if it is to be successful. Ownership needs to be shared by everyone involved – companies, residents and local authorities.