Háafell

Klukkan 09:10 í Gullteig

Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri

Nýr kafli í atvinnusögu við Ísafjarðardjúp hófst í vor (2022) þegar laxeldi hófst á ný eftir um 30 ára hlé. Tækni og þekkingu hefur á þessum tíma fleygt fram á sama tíma og auknar kröfur eru gerðar til greinarinnar, bæði frá eldisfyrirtækjunum sjálfum og samfélögunum sem þau starfa í. Í erindinu verður farið yfir þessa þróun sem og áherslum og hugmyndum Háafells um sjálfbært eldi til framtíðar.