Is there a demand for the bio-fertiliser from Terraforming LIFE? Quality assurance of the products

Wedensday 1st of October in Rima A at 11:20

Sveinn Aðalsteinsson, Managing Director of Orkídea

The EU project Terraforming LIFE aims to utilise fish sludge and animal manure to produce biogas and organic fertilizer (bio-fertiliser) in a new anaerobic digestion pilot plant in Þorlákshöfn, S-Iceland. Farmers have expressed strong interest in the fertiliser product, provided that the quality of the product is well documented and secured. Within the project Orkídea leads the work on optimising and securing quality of the final fertiliser product to ensure that it provides the nutrients required for healthy crop growth. A pre-formulation study is being conducted based on nutrient composition data from manure and chemical analysis of the potential feedstock. Key quality parameters will be monitored in both the input biomass and the fertiliser products, including quantification of pathogens, plant nutrients levels, dry matter content, and possible chemical contaminants. Particular emphasis will be placed on reducing the salt content in the fish sludge to ensure that the product will be a suitable fertiliser for grassland and complies with national regulations. This work will support the development of safe, reliable and sustainable bio-fertiliser that contributes to circular use of resources in aquaculture and agriculture.

Evrópuverkefnið Terraforming LIFE miðar að því að nýta fiskeldis- og búfjármykju til að framleiða lífgas og lífrænan áburð (bio-fertiliser) í nýrri tilraunaverksmiðju í Þorlákshöfn. Bændur hafa sýnt mikinn áhuga á áburðarafurðinni, að því gefnu að gæði hennar séu vel skjalfest og tryggð.

Innan verkefnisins leiðir Orkídea vinnuna við að hámarka og tryggja gæði lokaafurðarinnar til að tryggja að hún veiti þau næringarefni sem nauðsynleg eru fyrir heilbrigðan uppskeruvöxt. Í vinnslu er forrannsókn á samsetningu áburðarins sem byggir á næringarefnagreiningu úr áburði og efnafræðilegri greiningu á mögulegu hráefni. Fylgst verður með lykilgæðavísum í bæði innstreymi lífmassa og í áburðarafurðunum, þar á meðal magni sýkla, næringarefnum fyrir plöntur, þurrefnismagni og mögulegum efnamengunarefnum. Sérstök áhersla verður lögð á að draga úr saltinnihaldi fiskeldismykjunnar svo að afurðin henti sem áburður fyrir graslendi og samræmist landsreglugerðum. Þessi vinna styður þróun lífræns áburðar sem er í senn öruggur, áreiðanlegur, sjálfbær og stuðlar að hringrásarnýtingu auðlinda í fiskeldi og landbúnaði.