Regluverk og stjórnsýsla í Íslensku lagareldi – Regulation and administration for aquaculture in Iceland

Regluverk og stjórnsýsla hefur mikil áhrif á vöxt og viðgang lagareldis hér á landi. Mikilvægt er að við laga- og reglusetningar að þær þjóni þjóðarhagsmunum, stuðli að verðmætasköpun, en þó með sjálfbærum hætti. Nauðsynlegt er að setja skýr mörk fyrir eldisfyrirtæki, en þó veita þeim svigrúm til að fjárfesta í nýrri tækni, sem er grundvöllur til að takast á við áskoranir framtíðar.