Staðleysur og áhrif þeirra á umræður um laxeldi

Klukkan 15:00-16:15 – Gullteigur

Umsjónarmaður málstofu, Gunnar Davíðsson deildarstjóri Fylkisstjórn Trøms og Finnmark

Málstofustjóri, Kristinn Gunnarsson ritstjóri Bæjarins Besta

Málefnaleg umræða um alla atvinnustarfsemi er nauðsynleg til þess að greinin nái að þróast eðlilega og í sátt við umhverfi og samfélag. Umræða sem einkennist af staðleysum og langlífum mýtum hefur neikvæð áhrif á möguleika greinarinnar til að þróast og líklega einnig á möguleikann til þess að taka á og leysa vandamál sem einkennast af mýtum.  Er umræða um laxeldi byggð á staðreyndum eða staðleysum og hvernig hefur umræðan áhrif á starfsumhverfi og möguleika greinarinnar? Af hverju er málefnaleg umræða mikilvæg fyrir byggðaþróun, menntamál og starfsmenn eldisfyrirtækja?

Erindi þessarar málstofu: