Föstudagur 13. október í Háteig kl.13:00 – 14:30
Umsjónarmaður: Rósa Jónsdóttir, Matís
Málstofustjóri: Anna Ólöf Kristjánsdóttir, Asco Harvester
“Þörungaræktun er ung en vaxandi atvinnugrein á Íslandi en fyrir sjálfbærni matvælaframleiðslu til framtíðar er nauðsynlegt að byggja upp þekkingu og innviði til ræktunarinnar. Heimsmarkaður fyrir þörunga hefur vaxið á umliðnum árum og gera má ráð fyrir vexti í þessari grein hér á landi. Aukin eftirspurn er eftir afurðum úr þörungum með heilsubætandi eiginleika, til nýtingar í fóður og til fleiri nota. Ísland hefur því tækifæri á að auka framleiðslu sína til að mæta þeirri þörf.
Í þessari málstofu verður fjallað um möguleika til ræktunar þörunga í nálægð við laxeldi og hvernig nýta má smáþörunga og stórþörunga í fiskeldisfóður og til manneldis. Auk þess verður fjallað um matvælaöryggi í tengslum við neyslu á stórþörungum enda sérstaklega mikilvægt þegar um nýjar vörur er að ræða að neytendur geti treyst því að matvælin séu örugg til neyslu.”