Klukkan 15:15- 16:30 í Háteig 4 hæð
Umsjónarmaður: Jón Páll Baldvinsson; Skelrækt
Málstofustjóri: Gylfi Rúnarsson
Skelrækt á Íslandi hefur átt undir högg að sækja og hefur ekki komist af þróunarstigi í sjálfbæra framleiðslu. Farið verður yfir þróun verðs á kræklingi innan EES svæðisins. Einnig verður skoðaður möguleiki á ræktun annara tegunda hér á landi. Kostnaður vegna vöktunar í skeldýrarækt hefur verið erfiður þröskuldur fyrir uppbyggingu greinarinnar hérlendis.
Erindi þessarar málstofu:
- LifruræktunarstöðKlukkan 15:15 í Hvammi Júlíus Kristinsson, Silfurgen
- Offshore Mussel FarmingKlukkan 16:00 í Háteigur 4 hæð John Holmyard, Offshore Shellfish Ltd. Hverjir eru möguleikar á ræktun skelfisks á djúpsævi? Hvaða aðferðir og tækjabúnað þarf til að standast aðstæður á úthafi?
- Ostru- og hörpuskelræktKlukkan 15:45 í Háteig 4 hæð Möguleikar á ræktun þeirra skeltegunda sem þekktar eru við Ísland og í nágrannalöndunum. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til ræktunar annara tegunda en kræklings. Á sama tíma hefur markaðsverð farið hækkandi og viðskiptaforsendur breyst.
- Markaðsþróun á bláskelKlukkan 15:30 í Setur Júlíus Kristinsson, Framkvæmdastjóri Silfurgens Fjallað verður um meginbreytingar (megatrends) á framboði og eftirspurn dýrapróteina og áhrif þeirra á markað og söluverð fyrir skelfisk. Farið yfir dæmi um samhengi framboðs og markaðsverðs á tveimur skelfisktegundum á árunum 1990 – 2020.
- LirfuræktunarstöðKlukkan 15:15 í Setur Klukkan 15:15 í Setur Trygging lirfu með möguleika á kynbótavali. Til skoðunar er að opna lirfuræktunarstöð fyrir bláskeljarækt. Stöðin getur nýst bæði til að tryggja lirfuframboð og opna möguleika á kynbótum.