Skelrækt

Fimmtudaginn 12. október kl. 09:00 í Háteig

Umsjónarmaður: Páll Marvin Jónsson

Málstofustjóri: Jón Páll Baldvinsson

Skelrækt losar að jafnaði minnstu af gróðurhúsalofttegundum við framleiðslu á hvert kg. af próteini. Lagareldi gegnir lykilhlutverki í að auka framboð af próteinum á umhverfisvænan hátt, og þar spilar skelrækt stórt hlutverk.

Í þessari málstofu er ætlunin að skoða stöðu skelræktar á Íslandi og umhverfið  sem greinin starfar í. Hverjar eru áherslur stjórnvalda í skelrækt á Íslandi, tækninýjungum og hvernig nota má erfðatækni við ræktunina. Hvernig vöruþróun og virk markaðssetning skelræktenda í Kanada hefur umbylt markaðnum og skilað sér í meiri neyslu og hærra afurðarverði.