Helstu hindranir á vegi þörungaræktenda á Íslandi – Hverjar eru lausnirnar?

Klukkan 13:00-14:30 – Hvammur

Umsjónamaður málstofu: Jón Páll Baldvinsson

Málstofustjóri: Rósa Jónsdóttir, Matís

Markmið málstofunnar er að greina helstu hindranir við smáþörunga- og þararæktunar á Íslandi. Hvort vandamálin séu tæknilegs, markaðslegs eða fjárhagslegs eðlis? Fengin viðhorf starfsmanna fyrirtækja með reynslu og eins þeirra sem eru í þróun. Með tæknilegum vandamálum er t.d. átt við bestun á ræktunaraðstæðum eða hagkvæmni við úrvinnslu. Markaðshlutar takmarkanir geta falist í því að kynna nýja vöru á markað, ganga í gegnum langt skráningarferli eða keppa við þekktar vörur á markaði. Einnig verður rætt með hvaða hætti viðkomandi fyrirtæki hafa fjármagnað rekstur sinn hingað til og hvaða möguleikar standi til boða fyrir ung fyrirtæki sem eru að leita að fjármagni.

Erindi þessarar málstofu:

 • Snyrtivörur úr þörungum
  Klukkan 14:00 – Hvammur Eydís Mary Jónsdóttir, SETO Fjallað um gerð snyrtivara úr ræktuðum þörungum.
 • Jarðhitagarður Orku Náttúrunnar
  Klukkan 13:45 – Hvammur Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, rafmagnsverkfræðingur Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar gefst færi á að nýta betur auðlindastrauma frá Hellisheiðarvirkjun og skapa þannig aukin verðmæti og stuðla að nýsköpun.  Árið 2019 var mikilvægum áfanga náð þegar fyrsta fyrirtækið, VAXA Technologies, hóf starfsemi í Jarðhitagarðinum og hefur samstarfið verið báðum aðilum til góðs.  VAXA Technologies… Read more: Jarðhitagarður Orku Náttúrunnar
 • Framtíð þörungaræktar á Íslandi
  Klukkan 13:30 – Hvammur Gunnar Ólafsson, Djúpið Þörungarækt er einn af þeim fjölmörgu og spennandi möguleikum sem fyrir okkur liggja. Djúpið hefur unanfarin ár unnið að kortlagningu möguleika innan þörungarræktar og eru hér kynntir nokkrir.
 • Energy to food
  Klukkan 13:15 – Hvammur Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technologies Mönnum fjölgar á áður óþekktum hraða og ráðgert er að fólksfjöldi nálgist 10 milljarða árið 2050. Í ofanálag er gert ráð fyrir því að hvert mannsbarn borði rúmlega þrisvar sinnum meira af mat en árið 1960. Af þessum sökum þarf mannkynið að framleiða meiri fæðu á… Read more: Energy to food
 • Þörungaverksmiðjan hf., sjálfbær nýting á náttúruauðlindum í 40 ár
  Klukkan 13:00 – Hvammur Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar h.f. Þörungaverksmiðjan hóf starfsemi á árinu 1986 og hefur síðan þá nýtt þang og þara í og við Breiðafjörð. Reksturinn er fjölbreytt blanda af útgerð, iðnaði og landbúnaði og á ýmsu hefur gengið í gegnum árin. Reksturinn byggir meðal annars á nýtingu gróðurs í fjörum og sjó.… Read more: Þörungaverksmiðjan hf., sjálfbær nýting á náttúruauðlindum í 40 ár