Klukkan 13:45 – 14:45 í Setur
Umsjónarmaður: Halldór Halldórsson
Málstofustjóri: Sigríður Gísladóttir, Blár Akur
Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Íslandi með mikil jákvæð efnahagsleg áhrif á hagkerfið. En áskoranir eru margar við íslenskar aðstæður. Stórtjón í sjóeldi undanfarin ár valda áhyggjum og þarf að fyrirbyggja að endurtaki sig. Tjónið er ekki bara efnahagslegt heldur varðar það dýravelferð og heilbrigði og getur skaðað ímynd atvinnugreinarinnar.
Hvað getum við lært af fortíðinni og atburðum dagsins í dag til að bregðast við til framtíðar og draga úr ótímabærum dauða í eldi? Íslenskar aðstæður eru í mörgu frábrugðnar aðstæðum samkeppnisaðila í fiskeldi, með kaldari sjó og öfgakenndu veðurfari, sérstaklega yfir vetrartímann, sem getur dregið úr varnarmætti fisksins gegn áreiti og sjúkdómum.
Erindi þessarar málstofu:
- Sjókvíaeldi í íslenskum brælum – áhrif á heilbrigði og velferðKlukkan 14:15 í Setur Sigríður Gísladóttir, Blár Akur Þær áhættur sem takast þarf á við í fiskeldi eru flóknar og þekking og upplýsingar er af skornum skammti um marga áhættuþætti. Einn af áhættuþáttunum er veður og sjólag. Eftir því sem reynsla hefur komist á eldi laxfiska í íslenskum fjörðum, fer að teiknast upp mynd af… Read more: Sjókvíaeldi í íslenskum brælum – áhrif á heilbrigði og velferð
- Rannsóknardeild fisksjúkdóma að Keldum, yfirlit yfir rannsóknir og sjúkdómsvalda í fiskeldiKlukkan 14:00 í Setur Árni Kristmundsson, Keldur Farið verður yfir þær fjölbreyttu þjónustu- og grunnrannsóknir á fisksjúkdómum sem stundaðar eru á Tilraunastöðinni að Keldum. Sérstök áhersla verður lögð á þá sjúkdóma sem herja á eldisfisk og þær breytingar sem orðið hafa með auknu umfangi fiskeldis.
- Velferð í fiskeldi! – í orði en ekki á borði?Klukkan 13:45 í Setur Hugleiðingar dýralæknis um stöðu velferðar í íslensku fiskeldi í dag. Erum við að gera það sem við segjumst vera að gera?
- Sjórkvíaeldi í íslenskum brælum – áhrif á helbrigði og velferðKlukkan 14:15 í Setur Sigríður Gísladóttir, Blár akur Þær áhættur sem takast þarf á við í fiskeldi eru flóknar og þekking og upplýsingar er af skornum skammti um marga áhættuþætti. Einn af áhættuþáttunum er veður og sjólag. Eftir því sem reynsla hefur komist á eldi laxfiska í íslenskum fjörðum, fer að teiknast upp mynd af… Read more: Sjórkvíaeldi í íslenskum brælum – áhrif á helbrigði og velferð
- Sóttvarnir og heilbrigði hjá laxfiskumKlukkan 13:45 Bernharð Laxdal, Vetaq