Föstudaginn 13. október í Gullteigur kr. 15:00 – 16:30
Umsjónarmaður málstofu: Gunnar Davíðsson
Málstofustjóri: Kristinn H. Gunnarsson
Matvælaráðuneytið fékk Boston Consultant Group til að gera skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Í skýrslunni „Staða og framtíð lagareldis á Íslandi“ eru tækifæri og áskoranir dregnar fram og lagðar línur um hvað þurfi til að hámarka vermætasköpun greinarinnar með sem minnstum neikvæðum umhverfisáhrifum. BCG skoðar regluverk, umhverfisáhrif og verðmætasköpun við uppbyggingu lagareldis á Íslandi.
Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðanda um lög og reglugerðir sem halda utan um lagareldi á Íslandi, og hvernig þeim er framfylgt af eftirlitsaðilum hins opinbera. Bent er á þörf til að endurnýja þetta regluverk og hvernig því er framfylgt. Fulltrúi eftirlitsaðila og atvinnugreinarinnar ræða efni þessarar skýrslu og hvað þurfi til að bæta starfsumhverfi fiskeldis.
Reynt verður að varpa ljósi á hvað þurfi að gera til að auka framleiðslu og verðmætasköpun með sjálfbærum hætti á Íslandi.