Framtíðarhorfur fyrir eldi og ræktun á Íslandi

Klukkan 14:00 – 14:50 í Gullteig

Umsjónarmaður: Einar Kristinn Guðfinnsson

Málstofustjóri: Gunnar Þórðarson

Hvert stefnir íslenskt fiskeldi? Hverjar eru áskoranirnar og hvert lítum við til fyrirmynda? Laxeldi er hátæknigrein sem mun þarfnast sérhæfðs starfsfólks með menntun og þekkingu. Hver eru  verða verkefnin, tækifærin og áskoranirnar sem vöxtur í fiskeldi mun hafa í för með sér jafnt á framhalds- og háskólastigi? Hvað er í boði á framhalds og háskólastigi og fyrir starfandi fólk í fiskeldi?  Hver eru áformin um eflingu náms og rannsókna á sviði fiskeldis og þýðing þess að nám og rannsóknir eflist hér innanlands?

Horft er til Íslands sem miðpunkts í framleiðslu sjávarfangs. Hvaða tækifæri felast í virðiskeðju íslensks sjóeldislax? Hvaða tækifæri geta stuðlað að samkeppnisforskoti okkar og hverjar eru áskoranirnar. Getum við heimfært yfirburðastöðu okkar í framleiðslu á hvítfiski yfir á eldisfisk?  Hverjir verða möguleikar okkar á mörkuðum Evrópu fyrir full unnar laxaafurðir í framtíðinni? Um hvað snúast yfirstandandi viðræður um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir þar með talið fiskeldis og hver eru tækifærin?

Erindi þessarar málstofu: