Landeldi á Íslandi

Klukkan 9:00-10:30 – Hvammur

Umsjónarmaður málstofu: Páll Marvin Jónsson, Ölfus Cluster
Málstofustjóri – Sigurður Pétursson, Lax-inn fræðslumiðstöð um fiskeldi

Farið er yfir stöðu landeldis, þær tegundir sem þegar eru framleiddar, verðmætasköpun og tæknistig. Staða landeldis er tekin með tilliti til styrkleika og veikleika. Hvaða ytri þættir koma til með að móta framtíð landeldis. Hvaða ógnanir stendur greinin frammi fyrir og hver eru tækifærin. Farið verður yfir þróun á laxaefnivið fyrir fulleldi á landi með áherslur á þær áskoranir sem fylgja slíkri framleiðslu. Kynning verður á Semi RAS kerfum og gerður samanburður við full lokuð- og FTS-kerfi. Ræddar verða auknar áherslur um endurnýtingu og innleiðingu hringrásarhagkerfisins í matvælaiðnað og hvaða áhrif það hefur á uppbyggingu landeldis á Íslandi.

Erindi þessarar ráðstefnu: