Klukkan 9:00 – Gullteigur
Sigurður Sigurðarson, Vinnueftirlit ríkisins
Þróun landeldis er mjög hröð, bæði hvað varðar tækni og umfang starfseminnar. Lagalegar kröfur um vinnuvernd byggja mikið á áhættumati, sem er mjög öflugt stjórntæki. Það getur þó verið erfitt að beita áhættumati á skilvirkan hátt þegar atvinnugreinin þróast mjög hratt. Vinnueftirlitið hefur verið að skoða fiskeldið til að leiðbeina um öryggi starfsmanna. Einnig þurfum við að skoða þessa starfsgrein með tilliti til áhættumiðaðs eftirlits með vinnuvernd í landinu.