Víðtæk þjónusta við fiskeldi á Íslandi

Klukkan 13:50 – Hvammur

Lilja Magnúsdóttir, umsjónarmaður vottunarmála, Sjótækni ehf

Uppbygging fiskeldis í sjó við Ísland hefur verið hröð á undanförnum áratug og atvinnugreinin hefur skapað fjölda starfa við fiskeldið. Eitt af þeim þjónustufyrirtækjum sem hafa vaxið verulega við tilkomu fiskeldisins er fyrirtækið Sjótækni ehf á Tálknafirði.

Sjótækni sér um þjónustu við fiskeldisfyrirtækin við mælingar,  útsetningu kvía, eftirlit og þvott á kvíapokum, köfun í kvíarnar og viðhald og hreinsun á tækjum og búnaði ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Einnig tekur Sjótækni þátt í rannsóknum og mælingum tengdum fiskeldi í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.