VAKI á tímamótum, ný tækifæri og samstarf

Klukkan 11:40 – Hvammur

Júlíus Bjarnason, sölustjóri (USA & W-Kanada)

Síðastliðin 30 ár hefur VAKI verið leiðandi í þróun á fiski teljurum, þeir teljarar sem VAKI hefur í dag eru án vafa þeir nákvæmustu og hröðustu sem völ er á. VAKI hefur einnig þróað flokkara, fiskidælur og flæðisstýringu á fisk í gegnum kerfið og samhæft tækin þar sem möguleiki er á fullkominni sjálfvirkni  „Smart Flow“. Þessi tækni hefur aukið samstarf gríðarlega og má því segja að VAKI standi á tímamótum í auknu samstarfi við fiskeldisfyrirtæki.