Klukkan 11:50 – Gullteigur

Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Laxá Fiskafóður hf.

Framleiðsla á fiskeldisfóðri hjá Laxá á sér 30 ára sögu og þrátt fyrir íhaldssemi í notkun hráefna hefur umtalsverð þróun átt sér stað.  Í fyrirlestrinum verður fjallað um núverandi stöðu á framleiðslu fiskeldisfóðurs á Íslandi og það borið saman við fiskeldisfóður í nágrannalöndum.  Einnig verður fjallað um ný hráefni til fóðurgerðar fyrir eldisfisk og áhugaverð verkefni sem Laxá er þáttakandi í verða kynnt.