Þróun á laxa-efnisvið til notkunar í landeldi

Klukkan 9:15 – Hvammur

Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland

Stofnfiskur hefur framleitt laxahrogn til laxeldis frá 1994. Stundaðar hafa verið kynbætur á laxastofni fyrirtækisins frá 1994 svo og stýring á hrognaframleiðslunni þar sem hægt er að afhenda hrogn allt árið. Stofnfiskur hefur verið leiðandi í þessu í heiminum. Síðan Benchmark keypti Stofnfisk árið 2014 og sameinaði við Salmobreed í Noregi hefur Bechmkark tekið forystuhlutverk um hrognaframleiðslu í heiminum í dag. Undanfarin misseri hefur áhugi aukist á landeldi á laxi í heiminum og mun Jónas fjalla um þróun á laxaefnivið til slíkrar framleiðslu.