Klukkan 13:00 – Hvammur
Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar h.f.
Þörungaverksmiðjan hóf starfsemi á árinu 1986 og hefur síðan þá nýtt þang og þara í og við Breiðafjörð. Reksturinn er fjölbreytt blanda af útgerð, iðnaði og landbúnaði og á ýmsu hefur gengið í gegnum árin.
Reksturinn byggir meðal annars á nýtingu gróðurs í fjörum og sjó. Þessari nýtingu hefur verksmiðjan stýrt frá upphafi og gætt þess vandlega að slegin svæði fengju hvíld svo gróður næði fyrra umfangi fyrir næsta slátt