Þjálfun er nauðsyn

Klukkan 10:00 – Gullteigur

Hilmar Snorrason, Slysavarnaskóli sjómanna

Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður af Slysavarnafélaginu 1985 í kjölfar niðurstöðu þingmannanefndar um aðgerðir til að fækka slysum á sjó. Fyrst um sinn var fræðslan valkvæð en síðar skylduð með lögum. Margir starfsmenn sjókvíaeldis eru að uppruna sjómenn sem hafa tekið fræðslu við Slysavarnaskóla sjómanna og er ljóst að sú fræðsla sem þar fer fram fellur vel að þörfum greinarinnar. Er þörf á aðlögun námskeiða til samræmis við þarfir og væntingar greinarinnar?