Klukkan 13:30 í Setur

Klukkan 13:30 í Hvammi
Sprotafyrirtækið Marea ehf. er að þróa Þaraplast, lífplast úr þara, eða niðurbrjótanlega filmu með samsvarandi eiginleika og hefðbundið plast. Markmið fyrirtækisins er að þróa alþjóðlega tæknilausn og taka skref í átt að sjálfbærri framtíð með því að bjóða upp á lífplastefni sem ekki hefur skaðleg áhrif á hafið. Fyrirtækið er einnig að vinna í rannsóknum og þróun á lífplasthúð (e. Food coating) úr þörungahrati. Marea mun kynna uppbyggingu á sjálfbærum lausnum byggða á hugmyndafræði hringrásarhagkerfis og fullnýtingu auðlinda sem og áskoranir sem því fylgja.