Klukkan 9:15 – Gullteigur
Dóra Hjálmarsdóttir, Verkís h.f.
Hvað er öryggismenning, á hverju byggir hún og hvernig byggist hún upp og er viðhaldið. Einföld aðferð til stjórnunar öryggismála í landeldi, hvað þarf að gera. Hvernig má koma auga á áhættuþætti, hverjir eru þeir, hvernig má draga úr áhættu. Hvað eru atvik og hvernig má vinna úr þeim. Forvarnir og fyrirbygging slysa, núll-slys, slysakostnaður. Öruggur rekstur er farsæll rekstur.