Klukkan 11:50 – Hvammur
Jón Pálmason, viðskiptastjóri/viðskiptastjóri Verkís h.f.
Veiturafmagn er ekki óbrigðult eins og hefur sýnt sig í óveðrum sem gengið hafa yfir landið síðustu vikur og mánuði. Flest byggðarlög eru einungis með eina tengingu við raforkukerfið sem gerir þau viðkvæmari en ella gagnvart truflunum í landskerfinu.
Fiskeldi er viðkvæmur rekstur sem þolir takmarkaðan roftíma rafmagns. Erindið fjallar um hvernig hægt er að tryggja rafmagn til rekstrar og framleiðslu þegar truflanir eru á veiturafmagni.