Matvælaöryggi við neyslu stórþörunga / Food safety of seaweed

Föstudaginn 13. október í Háteig klukkan 09:45

Grímur Ólafsson, MAST

Áhugi á að nota stórþörunga til matar hefur aukist á Norðurlöndum eins og í mörgum öðrum Evrópulöndum. Þrátt fyrir að þeir séu notaðir til matar í miklu magni víða í heiminum eru engir alþjóðlegir staðlar eða reglur til um matvælaöryggi þessara afurða. Matvælastofnun tók þátt í norrænu verkefni, þar sem skoðuð var neysla á stórþörungum með hliðsjón af matvælaöryggi. Í verkefninu kemur m.a. fram að þörungar geta innihaldið töluvert magn af þungmálmum og joði og einnig örverum.