Listería í fiskeldi, hvaðan kemur hún, forvarnir og hvernig má ráða niðurlögum hennar

Klukkan 12:40 – Hvammur

Sigrún Guðmundsdóttir, Ph.D, framkvæmdastjóri Mjöll Frigg

Listería hefur verið viðvarandi í bleikfisk um áraraðir. Illa hefur gengið að ráða niðurlögum hennar og losna við úr vinnslum. Listería stofnar hafa hreiðrað um sig í húsum og myndað þannig biofilmur sem geta verið viðvarandi í mörg ár. Mikilvægt er að greina hvort um nýjan stofn er að ræða eða hússtofn svokallaðan. Ef um nýjan stofn er að ræða þá hefur hann borist inn í vinnslu með starfsmönnum, tækjum eða umbúðum og þarf að losna við áður en hann nær að mynda biofilmu. Ef um hússtofn er að ræða þarf að finna staðsetninguna og eyða honum. Forvarnir eru því mjög mikilvægar í matvælavinnslum