Lifruvöktun

Klukkan 15:00 – Hvammur

Jón Páll Baldvinsson, Skelrækt

Tilraunir til kræklingaræktunar á Íslandi hafa staðið yfir í nokkra áratugi. Mikil reynsla og þekking hefur safnast og íslenska bláskelin er nú mjög eftirsótt á  veitingastöðum innanlands. Kræklingaræktun byggir á lirfusöfnun úr náttúrulega stofninum við strendur landsins. Sveiflur í framboði lirfu eru vaktaðar á þeim svæðum við Atlantshafið þar sem ræktun bláskeljar fer fram í verulegu magni. “Lirfuvöktunarverkefnið” var sett af stað til að mæla helstu sveiflur í framboði kræklingslirfu annars vegar og hins vegar gera prófanir á hentugum aðferðum við sýnatökur og úrvinnslu sýna sem gætu hentað fyrir þjónustumælingar og vöktun til framtíðar.