Leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi viðhorf fulltrúa sveitarfélags

Klukkan 14:20 – Gullteigur

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggð

Leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi er grunnurinn að uppbyggingu á fiskeldi. Fjallað verður um aðkomu sveitarfélaga að leyfisveitingum í fiskeldi og áhrif þess fyrir sveitarfélag þegar leyfi fyrir sjókvíaeldi eru t.d. felld úr gildi. Viðhorf samfélags til fiskeldis og áhrif þess umhverfislega, félagslega og efnahagslega þar sem atvinnulíf hefur t.d. verið einsleitt lengi. Hver eru áhrifin af uppbyggingu fiskeldis á búsetu á landsbyggðinni og hvaða áskoranir uppbygging fiskeldis getur haft á innviði sveitarfélaga.