Klukkan 16:00 í Gullteig
Rúnar Þór Þórarinsson, Stjórnandi sjálfbærni og nýsköpunar, Landeldi hf.
Visthæfing landeldis er þrepaskipt lausn sem endurvinnur á vistvænan hátt úrgang frá landeldi og landbúnaði og býr til kröftugan, umhverfisvænan og ódýran áburð. Hún stuðlar að endurheimt lands, skynsamri matvælaframleiðslu og heilbrigðum hagvexti samhliða framúrskarandi laxeldi. Hugsjónin felst í að vinna með bændum og landeldisfélögum við að framleiða kröftugan íslenskan áburð, þannig að framleiðsla sjávar- og ferskvatnsafurða skilist aftur sem gróið land, frjósamur jarðvegur og grænir skógar. Erindið gengur út á að fjalla um sögu, stöðu, mikilvægi og framtíð Visthæfingar landeldis.