Kynning á BRIDGES – samstarfsverkefni um uppbyggingu náms í fiskeldi

Klukkan 13:30 – Gullteigur

Ástríður Einarsdóttir, verkefnastjóri Háskólanum á Hólum

Í erindinu verður verkefnið Bridges kynnt, en verkefnið er alþjóðlegt samstarfsverkefni styrkt af Erasmus +. Markmið verkefnisins er að efla kennslu í fiskeldi með því að  þróa kennsluaðferðir og kennsluefni. Sérstaklega verður unnið að því að tengja saman kennslu í fiskeldi á lægri stigum við fagháskólanám í fiskeldi. Lögð verður séstök áhersla á stuðning við frumkvöðlastarf og nýsköpun í fiskeldi. Verkefnið býður upp á ótal tækifæri til eflingar fiskeldis á Íslandi.