Hvernig eigum við að brauðfæða mannkynið?

Klukkan 15:15 í Gullteig

Elliði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss

Á á næstu 40 árum Þurfa jarðarbúar að framleiða jafn mikið af mat og gert hefur verið seinustu 8000 árin.  Það verður ekki gert með núverandi hætti heldur þarf stór skref í nýsköpun til að tryggja fæðuöryggi heimsins. Sjórinn er yfir 70% af yfirborði jarðar og fæðuöflun fyrir mannkynið verður ekki gert nema með lagar-eldi eða ræktun. Ísland getur þar markað sér mikla sérstöðu.