Framtíðarmöguleikar í ræktun örþörunga á Íslandi

Klukkan 11:30 í Gullteig

Svavar Halldórsson, Algalíf

Ræktun örþörunga er ný atvinnugrein í veröldinni en Íslendingar hafa þegar náð eftirtektarverðum árangri og líftæknifyrirtækið Algalíf er nú þegar á meðal stærstu fyrirtækja í þessum geira á heimsvísu. Ísland er að mörgu leyti ákjósanlegt til ræktunar örþörunga. Miklir framtíðarmöguleikar eru í greininni, bæði í framleiðslu fæðubótaefna þar sem markaðir eru ört stækkandi, í fóðurframleiðslu fyrir fisk- og rækjueldi og í hráefnisframleiðslu fyrir lyfjaiðnaðinn. Örþörungarækt hefur alla burði til að verða umfangsmikil atvinnugrein á íslandi á komandi árum og áratugum