Fræðslumiðstöð fiskeldis 101RVK

Klukkan 12:30 – Gullteigur

Katrín Unnur Ólafsdóttir, Lax-inn

Tilgangur fræðslumiðstöðvarinnar er að „opna“ glugga að starfsemi fiskeldis hér á landi, uppfræða og vekja áhuga almennings á sjálfbærri matvælaframleiðslu atvinnugreinarinnar. Miðla þekkingu um stöðu og framþróun í tækni eldisferilsins og gera upplýsingar um umhverfisþætti aðgengilega. Jafnframt að gera tækifærin sem byggja á mikilli tækniþróun og nýsköpun sýnileg.