Frá hugmynd að leiðandi örþörungafyrirtæki

Klukkan 11:30 í Hvammi

Líftæknifyrirtækið Algalíf er tíu ára gamalt nýsköpunarfyrirtæki sem nú er orðið leiðandi ræktandi örþörunga í Evrópu og einn stærsti framleiðendi astaxanthíns á heimsvísu. Fyrirtækið er margverðlaunað fyrir framleiðslu sína og aðferðir en sjálfbærni og sérstaða Íslands hafa leikið lykilhlutverk á þeirri vegferð. Algalíf er nú þegar í öflugum vexti en grunnur hefur þegar verið lagður að frekari stækkun og áframhaldandi vexti.