Klukkan 13:45 – Hvammur
Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, rafmagnsverkfræðingur
Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar gefst færi á að nýta betur auðlindastrauma frá Hellisheiðarvirkjun og skapa þannig aukin verðmæti og stuðla að nýsköpun. Árið 2019 var mikilvægum áfanga náð þegar fyrsta fyrirtækið, VAXA Technologies, hóf starfsemi í Jarðhitagarðinum og hefur samstarfið verið báðum aðilum til góðs. VAXA Technologies nýtur t.a.m. ýmissa kjara sem fylgja beintengingu við jarðhitavirkjun.