Klukkan 11:00 – Gullteigur
Björn Margeirsson, rannsóknarstjóri hjá Sæplasti og Tempru, dósent við Háskóla Íslands
Íslenski frauðkassinn er 98% loft og er meðal annars notaður til að flytja út ferskan eldisfisk frá Íslandi. Einangrunargildi frauðkassa og pappakassa verður borið saman með hjálp tilrauna og varmaflutningslíkana. Farið verður yfir þróun í átt til umhverfisvænni frauðkassa (EPS) og aukinnar endurvinnslu á þeim síðastliðin ár. Varpað verður ljósi á mismunandi endurvinnslumöguleika fyrir frauðplast, bæði í nútíð og framtíð.