Efnahagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum

Klukkan 11:15 – Gullteigur A & B

Magnús Gunnar Erlendsson, Rágjafi hjá KPMG

Vöxtur fiskeldis á Vestfjörðum og Austfjörðum hefur verið umtalsverður undanfarin ár og hefur sú þróun haft umtalsverð efnahagsleg áhrif á mannlíf og sveitarfélög. Í erindinu verður farið yfir hver þessi áhrif hafa verið og hver þau gætu orðið í framtíðinni. Enn fremur verður þróun á Vestfjörðum og Austfjörðum borin saman við aðra landshluta.