Klukkan 13:15 – Hvammur
Kristinn Hafliðason, framkvæmdastjóri VAXA Technologies
Mönnum fjölgar á áður óþekktum hraða og ráðgert er að fólksfjöldi nálgist 10 milljarða árið 2050. Í ofanálag er gert ráð fyrir því að hvert mannsbarn borði rúmlega þrisvar sinnum meira af mat en árið 1960. Af þessum sökum þarf mannkynið að framleiða meiri fæðu á næstu 30 árum en hefur verið framleiddur frá örófi. Til þess að takast á við þetta vandamál þarf að hugsa matvælaframleiðslu á nýjan hátt og VAXA Technologies býður upp á eina lausn: E2F.