Diploma nám í fiskeldi

Klukkan 13:15 – Gullteigur

Bjarni Kristófer Kristjánsson, Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum hefur boðið upp á menntun í fiskeldi síðan 1984. Námið hefur þróast á þessum tíma í takti við þróun atvinnugreinarinnar. Nú býður skólinn upp á eins ár diplóma nám í fiskeldi, auk rannsóknartengds meistaranáms og samnorræns meistaranáms í nýtingu sjávarauðlinda. Skólinn leiðbeinir einnig PhD nemendum. Í fyrirlestrinum verður námið kynnt og hugmyndir skólans um þróun þess og áframhaldandi uppbyggingu í nánum tengslum við atvinnugreinina.